Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. júní 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Króatíu brjálaðir út í Modric
Modric spilaði á Laugardalsvelli fyrir nokkrum dögum.
Modric spilaði á Laugardalsvelli fyrir nokkrum dögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Modric, besti fótboltamaður Króatíu og fyrirliði króatíska landsliðsins, er ekki vinsæll í heimalandinu um þessar mundir.

Modric bar á dögunum vitni í réttarhöldunum yfir Zdra­v­ko Mamic, fyrrverandi formanni króatíska liðsins Dinamo Zagreb.

Mamic er gríðarlega umdeildur í heimalandinu. Mamic er sakaður um að hafa svindlað pening út úr Zagreb með reglulegu millibili og sérstaklega þegar dýrir leikmenn voru seldir.

Modric var seldur frá Dinamo Zagreb til Tottenham á 16 milljónir punda árið 2008, en hann er í dag hjá Real Madrid.

Króatíski landsliðsfyrirliðinn hefur áður talað um Mamic og umdeild hegðun hans, en fyrir rétti breytti hann vitnisburði sínum. Modric bar við minnisleysi, en það hefur vakið mikla reiði í heimalandinu.

Modric hefur á skömmum tíma breyst úr hetju í skúrk og nú kalla margir eftir því að fyrirliðabandið verði tekið af honum.

Hann var fyrirliði þegar Króatía tapaði gegn Íslandi á Laugardalsvelli á dögunum. Modric hrósaði Íslandi eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner