Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt að trúa sögum um að Ronaldo vilji fara
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Í dag er sagt frá því í ítölskum fjölmiðlum að Cristiano Ronaldo viliji komast í burtu frá Manchester United.

Ítalska dagblaðið La Repubblica greinir frá því að Ronaldo sé á þeirri skoðun að hann sé ekki mikilvægur hluti ef endurbyggingu Erik ten Hag hjá félaginu. Ten Hag tók við sem stjóri United í sumar og hann kemur inn með nýjar áherslur.

Ronaldo, sem er 37 ára, var keyptur til United frá Juventus síðasta sumar og skoraði 24 mörk.

Núna er Ronaldo sagður vilja fara þar sem hann býst ekki við mikilvægu hlutverki hjá Ten Hag.

Talað er um að Roma hafi áhuga á þessari miklu stórstjörnu og hann er einnig orðaður við sitt fyrrum félag í Portúgal, Sporting Lissabon.

Er þetta rétt?
Miðað við það hvernig Ronaldo og Ten Hag hafa talað þá er nú ekki mikið til í þessu, nema eitthvað sérstakt hafi komið upp á milli þeirra. Undirbúningstímabilið er samt ekki einu sinni byrjað.

Ten Hag gaf það í skyn á sínum fyrsta fréttamannafundi að Ronaldo væri ekki á förum og að hann muni búast við mörkum frá portúgalska sóknarmanninum á næsta tímabili. Hann kallaði Portúgalann „risa" í fótboltaheiminum.

Ronaldo hefur sjálfur sagt það opinberlega að hann sé ánægður hjá félaginu.

Stjórnendur Twitter-síðunnar UtdFaithfuls sem fjalla eingöngu um Manchester United og eru með tæplega 100 þúsund fylgjendur trúa þessum tíðindum engan veginn.

„Ef þú trúir sögum um að Ronaldo vilji fara, þá er ég með engin orð fyrir þig."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner