Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. september 2020 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin í dag - KR mætir Flora í Tallin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR mætir í dag Flora í Tallin í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Sigra þarf í þessari umferð og næstu tveimur til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Flora varð meistari í Eistlandi á síðustu leiktíð og er langefst í deildinni þessa stundina, einungis tapað fimm stigum. Sigri KR í leiknum mætir liðið sigurvegaranum úr viðureign Linfield og Floriana.

KR hefur tapað fjórum af sex síðustu leikum sínum í öllum keppnum. Liðið tapaði m.a. 6-0 gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og 1-2 gegn Stjörnunni í síðasta deildarleik. Mikið er í húfi fyrir íslenska knattspyrnu því ef KR tapar og önnur úrslit fara á versa veg gæti það farið svo að Ísland missi eitt af fjórum Evrópusætum sínum og eftir verði einungis þrjú.

Auk KR eru fleiri Íslendingalið í eldlínunni í dag. Alls eru sjö Íslendingalið í eldlínunni: Astana, FCK, Bodo/Glimt, BATE, AGF, Viking og Malmö.

Evrópudeildin: 2. umferð í forkeppni
16:30 Flora Tallin-KR (A. le Coq)

Íslendingalið og annað áhugavert
14:00 Astana (Kazakhstan) - Buducnost (Montenegro)
15:00 Lincoln (Gibraltar) - Rangers (Scotland)
16:00 Goteborg (Sweden) - FCK
16:00 Lokomotiv Plovdiv (Bulgaria) - Tottenham (England)
16:00 Bodo-Glimt (Norway) - Zalgiris (Lithuania)
17:00 CSKA Sofia (Bulgaria) - BATE (Belarus)
18:00 Kukesi (Albania) - Wolfsburg (Germany)
18:00 Shamrock (Ireland) - Milan (Italy)
18:15 Mura (Slovenia) - AGF Aarhus (Denmark)
18:30 Viking FK (Norway) - Aberdeen
18:45 Linfield (N-Írl) - Floriana FC (Malta)
19:05 Honved (Hungary) - Malmo FF (Sweden)
Athugasemdir
banner
banner