Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Berge vonast til að spila oftar á Anfield
Sander Berge í leik með Genk gegn Liverpool
Sander Berge í leik með Genk gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Norski landsliðsmaðurinn Sander Berge vonast til að spila oftar á Anfield, heimavelli Liverpool á Englandi.

Liverpool og Napoli hafa mikinn áhuga á Berge en frammistaða hans í Meistaradeildinni á þessu tímabili hefur heillað fjölmörg lið um allan heim.

Berge, sem er 21 árs gamall miðjumaður, er metinn á 18 milljónir punda en hann er lykilmaður í liði Genk í Belgíu og hefur spilað 15 leiki og skorað 2 mörk til þessa.

Norðmaðurinn viðurkenndi í viðtali við TV2 að hann væri til í að spila oftar á Anfield.

„Að spila á Anfield er draumur allra og þá sérstaklega draumur Norðmanna. Liverpool er besta liðið í augnablikinu og með flesta stuðningsmenn svo ég væri til í að spila sem oftast á Anfield," sagði Berge.
Athugasemdir
banner