Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. desember 2022 12:51
Brynjar Ingi Erluson
Argentínska liðið æfði þrjú mismunandi leikkerfi
Argentínumenn á æfingu í Katar
Argentínumenn á æfingu í Katar
Mynd: EPA
Argentínska landsliðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir leikinn gegn Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar á sunnudag en liðið hefur síðustu daga æft þrjú mismunandi leikkerfi.

Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, vinnur nú að því að finna leið til að stöðva ógnarhraða Kylian Mbappe.

Hann hefur verið að nota þrjú leikkerfi fyrir leikinn til að rugla Frakka í ríminu.

Scaloni byrjaði æfinguna í gær í 5-3-2 kerfinu með Nahuel Molina og Marcus Acuna í vængbakvörðum. Cristian Romero, Lisandro Martínez og Nicolas Otamendi voru í miðvörðunum en Scaloni er einnig að íhuga 4-3-3 kerfið.

Angel Di Maria byrjaði alla leiki liðsins í riðlakeppninni, en smávægileg meiðsli og aðrar taktískar áherslur hafa orðið til þess að hann sé kominn á bekkinn. Scaloni er að íhuga að koma honum aftur inn í liðið með því að fara í 4-3-3. Lisandro myndi þá detta út úr liðinu fyrir Di María. Þá kæmi Gabriel Montiel inn fyrir Molina.

Þriðja og og síðasta leikkerfið er svo klassískt 4-4-2, svipað og það notaði í 3-0 sigrinum á Króatíu í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner