
Hægri bakvörðurinn Josip Juranovic mun ekki spila með Króatíu gegn Marokkó í bronsleiknum á HM í Katar í dag en hann er frá vegna meiðsla.
Juranovic, sem hefur spilað alla leiki Króatíu á mótinu, spilaði 70 mínútur í tapinu gegn Argentínu í undanúrslitum.
Leikmaðurinn spilaði meiddur í þeim leik en hann hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa.
Hann verður frá næstu átta til tíu daga og mun því ekki spila gegn Marokkó í bronsleiknum í dag.
Josip Stanisic, leikmaður Bayern München, mun væntanlega taka stöðu hans í dag.
Athugasemdir