Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. janúar 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evra ósáttur með meðferðina sem Benzema fékk
Mynd: EPA

Patrice Evra fyrrum landsliðsmaður Frakklands er allt annað en sáttur með meðhöndlun Dider Deschamps og frönsku landsliðsmannanna á Karim Benzema á HM í Katar.


Benzema var meiddur í upphafi móts en síðar kom í ljós að hann hefði getað spilað í útsláttarkeppninni en Deschamps ákvað að hunsa það.

„Frá mannlegum hliðum hefur viðhorfið ollið mér vonbrigðum. Utanaðkomandi líður mér eins og hann hafi farið í taugarnar á mörgum," sagði Evra.

Þá bendir hann á að Angel Di Maria landsliðsmaður Argentínu var meiddur en spilaði í úrslitaleiknum.

„Þú (Deschamps) og leikmennirnir studdu hann ekki. Þú verður að fara í stríð fyrir svona leikmann. Eins og gerðist með Di Maria, meiddur í byrjun en spilaði í úrslitunum og skoraði."

Benzema hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna.


Athugasemdir
banner
banner