Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Stjarnan skoraði fimm - ÍA lagði Njarðvík
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bestu deildarliðin Stjarnan og ÍA fóru með sigra af hólmi í æfingaleikjum sem voru spilaðir um liðna helgi.

Stjarnan mætti Grindavík í Garðabænum og vann þar 5-1 sigur. Emil Atlason, markakóngur Bestu deildarinnar frá síðasta tímabili, skoraði tvö mörk í leiknum.

Þá vann ÍA sigur á Njarðvík í leik þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleik. Leikurinn var í járnum fram að 60. mínútu þegar mörkunum tók að rigna, en leikar enduðu 3-2 fyrir ÍA.

Það styttist í Bestu deildin en hún hefst núna í byrjun apríl. Bæði Grindavík og Njarðvík spila í Lengjudeildinni.

Stjarnan 5 -1 Grindavík
1-0 Emil Atlason
1-1 Kristofer Konráðs
2-1 Hilmar Árni
3-1 Emil Atla
4-1 Helgi Fróði
5-1 Örvar Eggerts

ÍA 3 - 2 Njarðvík
Markaskorarar ÍA: Ingi Sigurðsson, Árni Salvar Heimisson og Matthías Daði Gunnarsson.
Markaskorarar Njarðvíkur: Amin Cosic og Erlendur Guðnason.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner