Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysteinn Ingi á reynslu hjá Köln
Freysteinn Ingi Guðnason.
Freysteinn Ingi Guðnason.
Mynd: Njarðvík
Njarðvíkingurinn, Freysteinn Ingi Guðnason, var nýlega á reynslu hjá FC Köln sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni.

Aðstæður hjá FC Köln eru eins og þær gerast bestar, en bæði unglingalið og aðallið félagsins æfa á hinu glæsilega Geissbockheim æfingasvæði.

Freysteinn Ingi, sem getur bæði leikið sem kantmaður og sem fremsti sóknarmaður, á að baki 22 leiki með meistaraflokki Njarðvíkur og 12 leiki með yngri landsliðum Íslands þrátt fyrir ungan aldur.

Freysteinn Ingi, sem er 16 ára, æfði með sterku liði FC Köln U19 en liðið er ríkjandi þýskur bikarmeistari auk þess sem tveir leikmenn liðsins urðu heimsmeistarar með U17 liði Þýskalands á síðasta ári.

„Æfingavikan gekk mjög vel og hefur FC Köln þegar lýst yfir áhuga á að fá Freystein Inga aftur í heimsókn áður en tímabilinu í Þýskalandi lýkur í maí," segir í frétt Njarðvíkur um leikmanninn efnilega.

„Knattspyrnudeildin óskar Freysteini til hamingju með tækifærið hjá FC Köln síðustu vikuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner