Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Óli Valur í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn knái Óli Valur Ómarsson mun leika með Stjörnunni í sumar en hann kemur á lánssamningi frá sænska félaginu Sirius.

Óli Valur mun leika allt keppnistímabilið í treyju Stjörnunnar en hann er uppalinn hjá félaginu og var lykilmaður í Garðabænum áður en Sirius keypti hann sumarið 2022.

Óli glímdi við erfið meiðslavandræði á dvöl sinni í Svíþjóð og gekk því ekki sérlega vel. Hann kemur aftur til Íslands í tilraun til að finna aftur gamla formið.

Óli á 37 leiki að baki í efstu deild karla og hefur verið mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Íslands. Hann á í heildina 27 landsleiki að baki, þar af eru 16 leikir fyrir U21 og U19 liðin.

Hann er fæddur 2003 og er því enn gjaldgengur í U21 liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner