Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Helgi úr færeyska boltanum í HK (Staðfest)
Viktor Helgi Benediktsson.
Viktor Helgi Benediktsson.
Mynd: AB Argir
HK hefur samið við miðjumanninn Viktor Helga Benediktsson en hann gerir tveggja ára samning í Kópavoginum.

Viktor Helgi, sem er 25 ára gamall, er uppalinn í FH en hann þekkir til úr HK eftir að hafa spilað þar við góðan orðstír sumarið 2017. Hann hefur einnig spilað með ÍA hér á landi. Hann er eldri bróðir Adams Inga sem leikur með Gautaborg í Svíþjóð.

Viktor hefur undanfarin ár leikið erlendis eftir ásamt því að hafa verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Hann lék með Stord í Noregi en síðast var hann hjá AB Argir sem féll úr færeysku deildinni á síðasta tímabili.

Viktor Helgi er annar leikmaðurinn sem HK fær til sín fyrir komandi tímabil en áður hafði félagið fengið miðvörðinn Þorstein Aron Antonsson frá Val á láni.

Komnir
Þorsteinn Aron Antonsson frá Val á láni
Viktor Helgi Benediktsson frá AB Argir

Farnir
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Ahmad Faqa til AIK (var á láni)
Anton Söjberg til Færeyja
Hassan Jalloh
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (var á láni)

Samningslausir
Kristján Snær Frostason (2005)
Athugasemdir
banner
banner
banner