Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 18. apríl 2019 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn framlengir samning sinn við HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynj­ar Björn Gunn­ars­son, þjálf­ari HK, hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við fé­lagið til næstu tveggja ára.

Félagið staðfesti þett á Face­book-síðu sinni fyrr í dag. Sam­ingurinn gild­ir til árs­ins 2021 en fyrri samningur hans gilti út þetta leiktímabil.

Brynj­ar tók við liði HK í októ­ber 2017 og kom liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta ári með fé­lagið.

HK endaði í öðru sæti Inkasso deildarinnar í fyrra, með jafnmörg stig og ÍA en slakari markatölu.

Áður en Brynjar Björn tók við HK starfaði hann sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

Á leikmannaferli sínum lék hann með KR í efstu deild ásamt fjölda annara félaga sem atvinnumaður. Þar ber helst að nefna átta ár hjá Reading.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner