Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. apríl 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Tveir titlar í boði
Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Íslandsmeisturum Vals.
Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Íslandsmeisturum Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur mæta Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins.
Valskonur mæta Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag. Það styttist í sumarið og alla gleðina sem því fylgir.

Í dag er leikið um tvo titla. Valur og Breiðablik eigast við í úrslitaleik A-deildar Lengjubikars kvenna. Leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum og hefst klukkan 16:00.

Það er einnig frítt inn á leik Vals og Stjörnunnar í Meistarakeppni karla. Hann er á Origo-vellinum klukkan 20:00. Um er að ræða árlegan leik um titilinn meistarar meistaranna en í honum mætast Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir.

Þá er fullt af leikjum í 2. umferð Mjólkurbikars og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

fimmtudagur 18. apríl

Lengjubikar kvenna A-deild - Úrslit
16:00 Valur-Breiðablik (Eimskipsvöllurinn - Stöð 2 Sport 2)

Mjólkurbikar karla
13:00 Afturelding-Selfoss (Varmárvöllur - gervigras)
13:00 Þróttur R.-Reynir S. (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Úlfarnir (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Elliði-Mídas (Fylkisvöllur)
14:00 ÍR-KV (Hertz völlurinn)
14:00 Keflavík-Haukar (Reykjaneshöllin)
14:00 KB-Ægir (Leiknisvöllur)
14:00 Grótta-KFR (Vivaldivöllurinn)
14:00 Kórdrengir-Vængir Júpiters (Framvöllur)
16:00 Hvíti riddarinn-Njarðvík (Varmárvöllur - gervigras)
16:00 ÍH-Augnablik (Fífan)

Meistarar meistaranna karlar
20:00 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn - Stöð 2 Sport 5)
Athugasemdir
banner
banner
banner