Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 17:33
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Frábær vippa hjá Cavani - Átti markið að standa?
Edinson Cavani fagnar fyrir framan stuðningsmenn
Edinson Cavani fagnar fyrir framan stuðningsmenn
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani er búinn að koma Manchester United yfir gegn Fulham en hann skoraði glæsilegt mark af löngu færi. Það er þó deilt um hvort markið hafi átt að standa.

David De Gea átti sendingu á Bruno Fernandes sem færði hann aftur fyrir sig á Cavani. Alphonse Areola stóð of framarlega í markinu og nýtti framherjinn sér það og lyfti boltanum yfir hann og í netið.

Stuðningsmen eru mættir aftur á völlinn og fögnuðu þeir af innlifun er boltinn hafnaði í netinu.

Þegar endursýningar eru skoðaðar virðist þó Bruno ekki hafa snert boltann en Cavani var vel fyrir innan þegar De Gea sparkaði boltanum fram. Markið stóð þrátt fyrir það og var það niðurstaða VAR að Fernandes snerti boltann.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Cavani


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner