Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. júní 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jovic á leið til Fiorentina eftir mikkla bekkjarsetu
Luka Jovic.
Luka Jovic.
Mynd: Getty Images
Serbneski sóknarmaðurinn Luka Jovic er loksins að yfirgefa herbúðir Real Madrid eftir nánast þrjú ár af bekkjarsetu.

Fjölmiðlar í Serbíu, heimalandi Jovic, segja frá því að leikmaðurinn sé á leið á láni til Fiorentina út næsta tímabil.

Ítalska félagið mun aðeins þurfa að borga helming launa hans.

Það voru miklar vonir bundnar við Jovic þegar hann var keyptur fyrir 63 milljónir evra til Real Madrid frá Eintracht Frankfurt sumarið 2019. Hann hefur ekki náð að heilla, en reyndar hefur hann ekki fengið að spila mjög mikið.

Ef þessi skipti ganga í gegn, þá mun hann fá tækifæri til þess að spila og skora nokkur mörk á Ítalíu; jafnvel tækifæri til þess að sanna að hann geti spilað fyrir félag eins og Real Madrid í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner