Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. júlí 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Engin óskastaða segir Vieira
Mynd: Getty Images
Crystal Palace tekur undirbúningstímabilið í Singapúr og Ástralíu en alls eru níu leikmenn fjarverandi og ferðast ekki með. Þar á meðal eru lykilmennirnir Wilfried Zaha, Eberechi Eze, Christian Benteke og Marc Guehi.

„Þetta er engin óskastaða. Sumir eru meiddir og aðrir uppfylla ekki ferðaskilyrði til þessara landa," segir Patrick Vieira, stjóri Palace.

Hann vildi ekki ræða stöðu bólusetninga meðal leikmanna sinna en ferðamenn sem fara til Singapúr, þar sem Palace spilaði gegn Liverpool á föstudag, þurfa að vera fullbólusettir. Svipaðar reglur gilda í Ástralíu.

„Það er auðvitað slæmt að þurfa að skilja svona marga leikmenn eftir," segir Vieira en Palace mætir Manchester United í æfingaleik í Melbourne á morgun.

„Það eru mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn ferðuðust ekki með. Við ætlum ekki að tala um stöðu hvers leikmanns eða hverjir eru bólusettir og hverjir ekki. Sumir leikmannana voru eftir því þeir hafa verið að glíma við meiðsli og eru ekki klárir."

Vieira vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner