Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale eftir brotthvarf Ronaldo: Erum meira lið
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo yfirgaf Real Madrid í sumar og gekk í raðir Juventus. Ronaldo var aðalmaðurinn í liði Madrídinga sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð.

Þetta er auðvitað risastórð skarð að fylla fyrir Real Madrid en Gareth Bale, leikmaður liðsins, telur að Real Madrid sé meira lið núna en það áður var.

Bale sem hefur ekki alltaf fundið taktinn með Real Madrid virðist njóta góðs af því að Ronaldo sé farinn. Bale er kominn með þrjú mörk í fjórum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni.

„Auðvitað á þetta eftir að vera öðruvísi þegar svona stór leikmaður er farinn," sagði Bale við Daily Mail. „Það er aðeins rólegra yfir hlutunum."

„Ég álít svo að við séum kannski meira lið en áður, við erum meira að vinna saman sem lið - ekki bara einn leikmaður."

Real Madrid mætir Roma í Meistaradeildinni á morgun. Á sama tíma spilar Juventus við Valencia.
Athugasemdir
banner