Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Ranieri myndi glaður taka við Ronaldo - „Hann fær allar mínúturnar"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, myndi glaður taka við Cristiano Ronaldo ef það stæðist til boða en hann var spurður út í áhrif portúgalska leikmannsins hjá Manchester United.

Watford tekur á móti United á Vicarage Road í ensku úrvalsdeildinni um helgina en United hefur tapað sex af fyrstu tólf leikjum tímabilsins og þar á meðal gegn bæði erkifjendum þeirra, Liverpool og Manchester City.

Blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort Cristiano Ronaldo hafi neikvæð áhrif á liðið og Ole Gunnar Solskjær en Ranieri vísar því til föðurhúsanna.

Ronaldo hefur skorað 9 mörk í 12 leikjum með United í öllum keppnum ásamt því að leggja upp eitt mark.

„Gefið mér Ronaldo. Ég bið ykkur, það yrði ekkert vandamál fyrir mig. Cristiano er einn besti leikmaður heims og er góður fyrir íþróttina því margir ungir strákar líta upp til hans. Ég myndi glaður gefa honum allar mínúturnar," sagði Ranieri á blaðamannafundinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner