
„Það er allt á hvolfi í Argentínu núna. Messi er eins og Jesús þarna, fólk dýrkar hann. Fótboltinn þarna er allt annað en fótboltinn á Íslandi. Þetta eru trúarbrögð. Við munum aldrei skilja það hversu djúpt þetta er í þjóðarsálinni," segir Heimir Hallgrímsson í HM stofunni á RÚV.
Argentínumenn eru heimsmeistarar eftir sigur gegn Frökkum í stórbrotnum úrslitaleik.
Argentínumenn eru heimsmeistarar eftir sigur gegn Frökkum í stórbrotnum úrslitaleik.
Lestu um leikinn: Argentína 7 - 5 Frakkland
„Argentínumenn voru miklu betri fram að fyrsta marki Frakka. Það var ekkert í kortunum sem gaf til kynna að Frakkarnir myndu koma inn í leikinn og gera eitthvað," segir Ólafur Kristjánsson.
„Heilt yfir, bæði þennan leik og allt mótið í heild, þá er það ofboðslega skemmtilegur endir á þessu móti að það sé Lionel Messi og Argentína sem vinnur þetta. Þessi saga, hvernig hún endar og hvernig hún er skrifuð, er stórkostleg."
Margrét Lára Viðarsdóttir bendir á að varnarmenn Argentínu hafi ekki fengið það hrós sem þeir eiga skilið.
„Argentínumenn hafa varla stigið feilspor frá því í fyrsta leik. Varnarleikur liðsins hefur verið frábær, miðverðirnir stórkostlegir og Martínez fyrir aftan þá í markinu. Þeir hafa verið gríðarlega öflugir alla keppnina," segir Margrét Lára.
Athugasemdir