Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2023 00:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
West Ham áfram í bikarnum þrátt fyrir tap - Sævar skoraði
Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

West Ham er komið áfram í enska bikarnum þrátt fyrir tap gegn Brighton í kvöld.


Dagný Brynjarsdóttir byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 55. mínútu.

Staðan var markalaus eftir 90 mínútur og var farið beint í vítaspyrnukeppni.

West Ham klikkaði á öllum sínum spyrnum á meðan Brighton skoraði úr öllum og vann 3-0. Um er að ræða riðlakeppni en West Ham vann riðilinn og er því komið áfram.

Olympíakos og PAOK eru komin áfram í undanúrslit gríska bikarsins en Olympíakos lagði Aris 1-0. Ögmundur Kristinsson var á bekknum í dag.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrri PAOK sem vann Panathinaikos 2-0. Hörður Björgvin Magnússon hefur ekki verið í hóp hjá Panathinaikos í undanförnum leikjum.

Þá spilaði Lyngby æfingaleik gegn Kalmar en það er vetrarfrí í sænsku og dönsku deildinni en þær byrja ekki að rúlla fyrr en í næsta mánuði. Sævar Atli Magnússon skoraði fyrsta mark Lyngby snemma leiks í 3-0 sigri.


Athugasemdir
banner
banner
banner