Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. febrúar 2020 12:24
Elvar Geir Magnússon
Sindri kallaði Þrótt lúseraklúbb: Lét illa ígrunduð orð falla
Sindri Snær Jensson.
Sindri Snær Jensson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Sindri Snær Jensson lagði hanskana á hilluna í vetur en hann var varamarkvörður hjá KR í sex ár.

Í samtali í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá sagði Sindri að hann væri KR-ingur í dag þó Þróttur sé hans uppeldisfélag.

„Krafan um árangur er eitthvað sem ég dýrkaði hjá KR. Ég kem úr Þrótti en með fullri virðingu þá er það smá lúseraklúbbur. Ef við töpuðum þar þá var bara sagt að þetta kæmi næst. Í KR er bara gaur að öskra á mig á bílastæðinu af hverju ég hafi ekki varið þetta skot. Fólk er reitt," sagði Sindri.

Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá einhverjum Þrótturum og segir Sindri á Twitter að orðaval sitt hafi verið illa ígrundað.

„Ég ber miklar taugar til Þróttar og þykir vænt um félagið, orðavalið var illa ígrundað. Það er gott starf unnið í Laugardalnum en mér hefur þótt vanta upp á ýmislegt," segir Sindri.


Athugasemdir
banner
banner
banner