Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengur allt á afturfótunum hjá Hirti - „Myndi gjarnan vilja breyta um aðstæður"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hjörtur Hermannsson er í landsliðshópi Íslands sem spilar í umspili um sæti á EM en liðið mætir Ísrael í undanúrslitum á fimmtudaginn í Búdapest.


Hjörtur spilar með Pisa í næst efstu deild á Ítalíu en hann hefur fengið ansi fá tækifæri á þessu tímabili. Hjörtur er einn af fimm miðvörðum liðsins sem berjast um tvö sæti í byrjunarliðinu.

Fótbolti.net ræddi við hann í Búdapest um tímabilið á Ítalíu. Pisa er í 11. sæti deildarinnar tveimur stigum frá umspilssæti.

„Það hefur gengið allt á afturfótunum bæði hjá liðinu og mér persónulega. Við erum, eins og öll önnur lið í næst efstu deildum um heim allan, með það markmið að komast upp og við erum ansi langt frá því í dag. Vonandi erum við búnir að finna formúluna en það virðist vera svolítið langt í land fyrir mig persónulega," sagði Hjörtur.

Hjörtur var orðaður við ítalska liðið Modena síðasta sumar en liðið leikur einnig í næst efstu deild á Ítalíu.

„Ég myndi gjarnan vilja breyta um aðstæður ef þetta heldur áfram, það fer ekki milli mála," sagði Hjörtur.

„Ég ætla ekki að fara út í eitt og annað lið en það var áhugi hér og þar og vonandi verður hann áfram þegar að því kemur. Þetta eru búin að vera skemmtileg þrjú ár hjá Pisa, þeir hafa gefið mér margt en þurfa að gefa mér eitthvað til baka líka," sagði Hjörtur að lokum.


Hjörtur Hermanns: Myndi aldrei veðja gegn Íslandi í þessum aðstæðum
Athugasemdir
banner
banner
banner