Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guimaraes fáanlegur? - Liverpool og Man Utd berjast um Diaz
Powerade
Bruno Guimaraes.
Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Brahim Diaz fagnar marki með Jude Bellingham.
Brahim Diaz fagnar marki með Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Palmer er að fá nýjan samning.
Palmer er að fá nýjan samning.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu þennan þriðjudaginn. Það eru nokkrar áhugaverðar sögur í gangi.

Newcastle mun íhuga að selja brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (26) í sumar til að fjármagna önnur leikmannakaup. Newcastle hefur verið í vandræðum með að kaupa leikmenn út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. (Football Insider)

Real Madrid og Paris Saint-Germain fylgdust með Guimaraes í leiknum gegn Manchester City í FA-bikarnum síðasta laugardag. Njósnarar PSG fylgdust einnig með Alexander Isak (24), sóknarmanni Newcastle, í leiknum. (HITC)

Bayern München er opið fyrir því að selja miðjumanninn Joshua Kimmich (29) í sumar en þessi fjölhæfi leikmaður er aðeins opinn fyrir því að ganga í raðir Manchester City, Arsenal, Liverpool, Real Madrid og Barcelona. (Florian Plettenberg)

Manchester United og Liverpool eru á meðal félaga sem hafa áhuga á Brahim Diaz (24), framherja Real Madrid. (HITC)

Bernardo Silva (29), miðjumaður Manchester City, er viss um að hann muni snúa aftur til Benfica áður en ferlinum lýkur en hann er ekki viss um hvenær það gerist nákvæmlega. (SIC)

Everton mun biðja um 80 milljónir punda fyrir miðvörðinn Jarrad Branthwaite (21) sem er á óskalista Chelsea og Man Utd. (Teamtalk)

Raheem Sterling (29) ætlar að hafna Sádi-Arabíu í sumar þar sem hann vill vinna titla með Chelsea. (Standard)

Chelsea ætlar að verðlauna Cole Palmer (21) með nýjum og mun betri samningi. (Football Insider)

Eddie Nketiah (24) mun hugsanlega yfirgefa Arsenal í sumar og er Wolves eitt af þeim félögum sem hefur áhuga á sóknarmanninum. (Teamtalk)

Borussia Dortmund vill fá kantmanninn Jadon Sancho (23) aftur í sínar raðir en aðeins ef Man Utd samþykkir að selja hann fyrir um helminginn af 73 milljónum punda sem United borgaði fyrir hann sumarið 2021. (Sky Germany)

Tottenham er með augastað á Ben Johnson (24), bakverði West Ham. (Football Transfers)

Liverpool hefur mikinn áhuga á Piero Hincapie (22), örvfættum miðverði Bayer Leverkusen. (HITC)

Man Utd er komið langt í viðræðum við Kobbie Mainoo (18) um nýjan samning. (Football Insider)

Chelsea er að skoða Simone Inzaghi, stjóra Inter, sem mögulegan arftaka fyrir Mauricio Pochettino. (Teamtalk)

Eric Cantona, goðsögn hjá Man Utd, hefur gefið það í skyn að hann sé áhugasamur um að fá hlutverk innan félagsins eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist 25 prósenta hlut í United. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner