Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mál Alberts aftur komið upp en hann verður ekki tekinn úr hópnum
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kona sem kærði landsliðsmanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot í fyrra hefur kært niðurfellingu málsins til héraðssaksóknara en frá þessu er greint á RÚV.

Albert var valinn í landsliðshópinn sem mætir Ísrael í umspili fyrir Evrópumótið á fimmtudaginn.

Hann mátti ekki spila með landsliðinu seinni hluta síðasta árs eftir að hann var kærður en hélt áfram að spila með félagsliði sínu, Genoa á Ítalíu, og spilaði þar frábærlega. Hann hefur verið með betri leikmönnum ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Málið gegn Alberti var fellt niður í síðasta mánuði þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Albert var því aftur valinn í landsliðið en núna hefur niðurfellingin verið kærð.

Reglur hafa verið um það hjá KSÍ að leikmenn spili ekki með landsliðinu á meðan þeir eru með mál í gangi hjá lögreglu en Þorvaldur Örlygsson, formaður sambandsins, segir við RÚV að Albert verði ekki dreginn úr hópnum þrátt fyrir að málið sé komið aftur upp.

„Það var ákveðið að þjálfarinn mátti velja hann í landsliðið af því þetta var fellt niður. En við teljum að við viljum láta hann klára þetta verkefni. Stjórn ákvað það að landsliðsverkefnið telst vera hafið, leikmannahópurinn var opinberaður og Albert mun klára þetta verkefni núna," sagði Þorvaldur.

Albert hefur alltaf neitað sök.

KSÍ skuldi afsökunarbeiðni
Í frétt RÚV kemur fram að lögmaður konunnar gagnrýni landsliðsþjálfarann, Age Hareide, fyrir ummæli sem hann lét falla á síðasta fréttamannafundi.

„Auðvitað væri það leiðinlegt fyrir landsliðið og Albert ef það myndi gerast," sagði Hareide þegar hann var spurður út í það hvernig hann myndi bregðast við ef niðurfellingin yrði kærð.

Lögmaðurinn segir að KSÍ skuldi konunni opinbera afsökunarbeiðni vegna þessara ummæla.
Athugasemdir
banner
banner