Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McTominay finnur alltaf leið - „Getum þakkað Mourinho fyrir"
McTominay og Mourinho.
McTominay og Mourinho.
Mynd: Getty Images
Markahæsti leikmaður Manchester United á yfirstandandi tímabili er Rasmus Höjlund en þar á eftir kemur skoski miðjumaðurinn Scott McTominay.

McTominay hefur gert níu mörk og verið ansi drjúgur fyrir United. Hann skoraði í 4-3 sigrinum gegn Liverpool síðasta sunnudag og hjálpaði Man Utd að komast í undanúrslit FA-bikarsins. McTominay hefur verið að spila framar en oft áður hjá United á þessu tímabili og er að finna sig vel fyrir framan markið.

„Við getum þakkað Mourinho fyrir þrautseigjuna með McTominay. Hann var alltaf að henda honum inn á og ákvað bara að hann ætlaði að gera eitthvað úr honum," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Svo hefur McTominay náð að finna sér leið inn í liðið trekk í trekk. Það sem hann hefur fyrst og fremst er þessi yfirferð. Ef hann myndi tileinka sér maraþonhlaup í svona fimm ár, þá er þetta korter í heimsmet. Hann myndi breyta leiknum, langar lappir og myndi spranga um."

„Hann gefst aldrei upp, hleypur endalaust og er stór. Hann er góður að koma inn á líka í lokin þegar lið eru farin að dæla boltum inn í teig. Hvert einasta sumar er talað um að það sé tímapunktur til að selja McTominay. Hann er aldrei fyrsti maður á blað hjá þeim þjálfurum sem koma til United - Mourinho, Solskjær, Rangnick og Ten Hag - en nær alltaf að vinna sig inn aftur," sagði fjölmiðlamaðurinn Orri Freyr Rúnarsson í þættinum.

McTominay var næstum því farinn til West Ham síðasta sumar en hefur reynst mikilvægur fyrir Man Utd á þessu tímabili.
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner