Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna í dag - Stórleikir í 8-liða úrslitum
Mynd: Getty Images
Mynd: Ajax
8-liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefjast í dag þegar hollensku risarnir í Ajax taka á móti stórveldi Chelsea, sem er ríkjandi Englandsmeistari.

Chelsea vann riðilinn sinn auðveldlega þar sem liðið fór taplaust í gegnum erfiða leiki gegn BK Häcken, Paris FC og Real Madrid.

Hacken gerði vel að komast upp úr riðlinum á kostnað Paris FC, sem mistókst að komast í útsláttarkeppnina eftir að hafa slegið stórveldi Arsenal og Wolfsburg úr leik í forkeppninni. Real Madrid endaði á botni riðilsins með eitt stig.

Ajax stóð sig stórkostlega í gríðarlega sterkum C-riðli og endaði í öðru sæti á markatölu. PSG vann riðilinn á markatölu á meðan stórveldi FC Bayern og AS Roma voru send heim.

Hér er því um stórleik að ræða í Amsterdam þar sem ekkert verður gefið eftir.

Í kvöld eru það Benfica og Lyon sem eigast við, en Lyon fór taplaust í gegnum B-riðilinn sem innihélt þægilega andstæðinga.

Benfica lenti í talsvert erfiðari riðli en tókst að komast áfram á kostnað Eintracht Frankfurt og Rosengård. Ríkjandi meistarar Barcelona unnu riðilinn auðveldlega.

Leikir dagsins:
17:45 Ajax - Chelsea
20:00 Benfica - Lyon
Athugasemdir
banner
banner