Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólíkt Man Utd að gera svona sniðug kaup
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho hefur verið að spila afar vel með Manchester United upp á síðkastið. Hann var frábær þegar liðið vann 4-3 sigur á Liverpool í FA-bikarnum síðasta sunnudag.

Garnacho steig fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili og hefur orðið að lykilmanni í liði United að undanförnu.

Þessi argentínski kantmaður er aðeins 18 ára gamall en hann hefur verið hjá Man Utd síðan í október 2020. Þá borgaði Man Utd 400 þúsund pund til að kaupa hann úr akademíu Atletico Madrid en United hefur ekki lagt það í vana sinn að gera svona sniðug kaup á síðustu árum. Það er í raun erfitt að trúa því að United hafi gert svona sniðug kaup.

„Pælið í þessu. Þetta eru 400 þúsund pund; kaup sem eru ótrúlega ólík því sem United hefur verið að gera. Ekki alveg 25 milljónir punda í Amad Diallo," sagði Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær.

„Þeir sannfærðu hann um að koma í miðju Covid. Allt gert í gegnum Zoom fundi," sagði Orri Freyr Rúnarsson í þættinum.

Garnacho var í gær orðaður við Real Madrid en stuðningsmenn United vona eflaust að hann fari ekki neitt. „Þessi gæi verður súperstjarna," sagði undirritaður.
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner