Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino vill skilyrðislausan stuðning
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino biðlar til stuðningsmanna Chelsea og segir að þeir verði að treysta félaginu og styðja við bakið á því á miklum uppbyggingartímum. Þetta segir hann eftir að það heyrðust neikvæðir söngvar um hann og leikmenn úr stúkunni í 4-2 sigri gegn Leicester City um helgina.

Sigurinn tryggði Chelsea þátttöku í undanúrslitum enska FA bikarsins, þar sem liðið mun mæta ríkjandi meisturum Manchester City.

Áhorfendur bauluðu þegar Pochettino ákvað að skipta Mykhailo Mudryk af velli á 78. mínútu frekar en Raheem Sterling, sem átti ekki sinn besta leik. Þeir sungu að Pochettino vissi ekki hvað hann væri að gera, enda hafði Sterling klúðrað vítaspyrnu og dauðafæri í fyrri hálfleik og var staðan 2-2 gegn Championship-liði Leicester á Stamford Bridge.

Carney Chukwuemeka kom inn fyrir Mudryk og átta mínútum síðar fékk Noni Madueke að spreyta sig í staðinn fyrir Sterling. Þessar skiptingar áttu eftir að gera gæfumuninn, þar sem Chukwuemeka og Madueke skoruðu sitthvort markið til að tryggja sigur í uppbótartíma.

„Við þurfum að samþykkja aðstæður, við erum á ákveðnum stað í uppbyggingarferlinu og þetta mun allt taka tíma. Við erum á góðri leið en það getur verið erfitt fyrir stuðningsmenn að skilja að við getum ekki barist við bestu liðin strax. Það er ekki vandamál fyrir mig, ég er með breitt bak. Við munum halda áfram að vinna að okkar markmiðum," segir Pochettino.

„Ég vona að stuðningsmenn byrji að sýna skilyrðislausan stuðning vegna þess að þeir eru líka fulltrúar Chelsea, ekki bara leikmennirnir. Ég vona að okkur takist að mynda góða tengingu við stuðningsmennina á lokakafla tímabilsins, það gæti gert gæfumuninn.

„Við þurfum stuðning og við þurfum trú á verkefninu. Það mun hjálpa að flýta fyrir öllu ferlinu. Ég þekki mjög vel hvernig það er að stjórna fótboltaliði og ég er árangursmiðaður einstaklingur. Við þurfum bara smá tíma."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner