Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 20:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thiago Silva í stöðugu sambandi við forseta Fluminense
Mynd: Getty Images

Thiago Silva er líklega á leið til Fluminense í sumar þegar samningur hans við Chelsea rennur út.


Silva er orðinn 39 ára gamall og Chelsea er líklega að yngja upp í miðvarðarstöðunni í sumar en Leny Yoro, 18 ára liðsfélagi Hákons Arnars Haraldsonar hjá Lille er orðaður við félagið.

Fred, yfirmaður fótboltamála hjá Fluminense, ræddi við ESPN í Brasilíu um mögulega komu Thiago Silva.

„Það hefur verið draumur hjá okkur lengi að fá Thiago Silva. Forsetinn talar nánast vikulega við hann. Hann er með samning á Englandi, við höldum með honum, ég er vinur hans, hann er frábær karakter og á allt gott skilið," sagði Fred.

„Hann veit að dyrnar eru galopnar hjá okkur fyrir hann. Það er ekkert klárt, við verðum að passa okkur að setja ekki pressu á hann. Stuðningsmennirnir elska hann, við elskum hann og hann elskar Fluminense. Þetta mun gerast einn daginn, hann og félagið óskar þess og við vonumst til að það gerist eins fljótt og hægt er."

Silva er uppalinn hjá Fluminense en hann færði sig yfir til Evrópu árið 2004 þegar hann samdi við portúgalska liðið Porto.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner