Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Væri bilað fyrir Vestra ef hann getur dottið þarna inn og verið Eiður Aron"
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson yfirgaf herbúðir ÍBV í síðustu viku en samningi hans var þá rift. Hvorki ÍBV né Eiður vildu tjá sig um málið þegar leitast var eftir því.

Eiður Aron er 34 ára miðvörður sem hefur leikið með ÍBV, Val, Holstein Kiel, Örebro og Sandnes Ulf á sínum ferli. Hann lék á sínum tíma einn A-landsleik.

Hann átti erfitt síðasta tímabil þegar ÍBV féll úr Bestu deildinni og mun nú róa á önnur mið. Hann hefur verið orðaður við Vestra og fór með þeim í æfingaferð til Spánar.

„Þeir riftu við hann samningi og enginn vill segja neitt," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net þegar rætt um þessar stóru fréttir. „Ég held að það séu persónulegar ástæður fyrir þessu," sagði Sæbjörn Steinke.

„Við höfum verið að lofsyngja hann í mörg ár en ekki í fyrra. Hann átti arfaslakt tímabil," sagði Elvar Geir.

„Ég held að þetta tengist fótbolta afskaplega lítið. Ef Eiður Aron með hausinn rétt skrúfaðan á, þá eru ekki margir miðverðir hérna betri en hann. Það væri bilað fyrir Vestra ef hann getur dottið þarna inn og verið Eiður Aron (eins og hann er upp á sitt besta). Það væri risastórt fyrir þá," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Ekki hefur verið ákveðið hvort Eiður muni semja við Vestra en það yrði áhugavert að sjá hann þar. Vestri er nýliði Í Bestu deildinni og framundan er lokasprettur í undirbúningi fyrir tímabilið í efstu deild. Fyrsti leikur Vestra verður gegn Fram þann 7. apríl.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner