Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu þá 50 efnilegustu í heimi - Arftaki Messi á toppnum
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn Goal hefur birt árlegan lista sinn yfir efnilegustu leikmenn í heimi.

Á listanum eru leikmenn sem eru fæddir 1. janúar árið 2005 og síðar.

Á toppi listans er Lamine Yamal, 16 ára gamall leikmaður Barcelona á Spáni. Þrátt fyrir ungan aldur spilar Yamal stórt hlutverk í liði Börsunga.

„Lamine Yamal er aðeins 16 ára, en á göngum La Masia hefur nafn hans verið hvíslað í nokkurn tíma nú þegar. Talað hefur verið lengi um að hin fræga akademía Barcelona hafi tekist hið ómögulega með því að galdra fram verðugan arftaka Lionel Messi," segir í umsögn um Yamal.

Svona er topp tíu listinn:
10. Leny Yoro (Lille)
9. Claudio Echeverri (River Plate, á leið til Man City)
8. Kenan Yildiz (Juventus)
7. Kobbie Mainoo (Man Utd)
6. Vitor Roque (Barcelona)
5. Arda Guler (Real Madrid)
4. Mathys Tel (Bayern München)
3. Warren Zaire-Emery (PSG)
2. Endrick (Palmeiras, á leið til Real Madrid)
1. Lamine Yamal (Barcelona)

Hægt er að skoða grein Goal í heild sinni með því að smella hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner