Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klose tekur við í fyrsta sinn sem aðalþjálfari
Miroslav Klose.
Miroslav Klose.
Mynd: Getty Images
Miroslav Klose, sem er sá markahæsti í sögu heimsmeistaramóts karla, er tekinn við sem aðalþjálfari SCR Altach í austurrísku úrvalsdeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Klose gerist aðalþjálfari hjá félaginu eftir að skórnir fóru upp á hillu.

Klose var stórkostlegur sóknarmaður á sínum ferli en hann lagði skóna á hillun árið 2016. Hann er markahæstur í sögu þýska landsliðsins með 71 mark í 137 leikjum.

Eftir að hann hætti í fótbolta, þá var hann strax að þjálfa og hefur hann starfað sem aðstoðarþjálfari þýska lansliðsins og hjá Bayern München. Hann hefur einnig þjálfað í akademíu Bayern.

Núna fær hann sitt fyrsta aðalþjálfarastarf og verður gaman að sjá hvernig honum farnast í Austurríki.
Athugasemdir
banner
banner