Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. júlí 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Endaði í fangelsi bara því ég var forseti Barcelona"
Mynd: Getty Images
Sandro Rosell var forseti Barcelona í þrjú og hálft ár áður en hann sagði upp störfum í janúar 2014 vegna rannsóknar spænskra yfirvalda á kaupunum á Neymar frá Santos.

Eftir langa rannsókn var Rosell ásakaður um skattsvik á árunum 2007 til 2011. Hann var svo handtekinn í fyrra í sambandi við sjónvarpsréttindamál í Brasilíu og er í fangelsi í dag.

„Ég endaði bara í fangelsi vegna þess að ég var forseti Barcelona," sagði Rosell í viðtali við El Mundo.

„Skattayfirvöld grandskoðuðu mig og fortíðina mína, bara vegna þess að ég var í forsetastól Barcelona. Þeir grófu upp 12 ára gamalt mál sem gerðist í öðru landi og þess vegna sit ég hér inni.

„Þetta er stórfurðulegt mál frá upphafi til enda þar sem enginn glæpur var framinn. Ég mun sanna sakleysi mitt og snúa aftur í faðm fjölskyldunnar sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner