Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   mán 19. nóvember 2018 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex: Einhver slakasti bolti sem ég hef spilað með
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var kalt í dag. Ég held að við getum verið nokkuð sáttir, spiluðum fínt á köflum en getum bætt okkur helling," sagði Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í kvöld.

Þetta var síðasti leikur ársins en íslenska liðið hefur núna farið í gegnum 13 leiki án þess að vinna.

Rúnar fékk gagnrýni á sig fyrir frammistöðuna í kvöld.

Lestu um leikinn: Katar 2 -  2 Ísland

Fyrra mark Katar kom eftir aukaspyrnu utan af kanti. Leikmaður Katar virtist ætla að senda hann fyrir en boltinn rataði alla leið í netið. Leikmaður Katar skyggði á útsýnið hjá Rúnari.

Í seinna markinu var skotið yfir Rúnar en boltinn flökti nokkuð og erfitt var að ráða við hann.

„Ég hugsa að ég eigi að gera betur í fyrra markinu en það er erfitt að reikna með fluginu á þessum sundboltum sem við erum að spila með. Þetta var samt frábær aukaspyrna og ég var ekki alveg að búast við skotinu."

„Það eru ekki margir sem verja þetta skot í seinna markinu."

„Þetta er einhver slakasti bolti sem ég hef spilað með. Það eru bæði lið sem þurfa að spila með þennan bolta þannig að þetta er engin afsökun en þetta gerir líf mitt sem markvörður ekki auðveldara."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner