Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. nóvember 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ræðir rifrildið í Kaplakrika - „Ég hefði slegist við sjálfan mig"
Guðmann Þórisson
Guðmann Þórisson
Mynd: Haukur Gunnarsson
Áhugavert atvik var tekið fyrir í Pepsi Max-stúkunni í ágúst er Guðmann Þórisson og Hörður Ingi Gunnarsson rifust í leik FH gegn Keflavík í Kaplakrika en Guðmann segist geta hlegið að þessu í dag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en í upphafi síðari hálfleiks voru Keflvíkingar komnir í hættulega sókn. Boltinn barst á Hörð Inga sem virtist frosinn með boltann í teignum og voru Keflvíkingar nálægt því að nýta sér klaufaskapinn.

Guðmanni var ekki skemmt og reifst heiftarlega við Hörð áður en hann ýtti hraustlega í hann. Þetta er þó gleymt og grafið.

„Neinei, ég og Hörður erum góðir félagar. Ég reiðist mjög mikið og það er smá kjaftur á honum sem er mjög fínt fyrir ungan leikmann að hafa," sagði Guðmann við Fótbolta.net í gær.

„Hann hefur svar við öllu. Ég hefði slegist við sjálfan mig, alveg hundrað prósent, hefði það komið til, en hann svarar og hefur svör við öllu og það fór mjög í taugarnar á mér þarna. Sem betur fer fór þetta ekki verr en þetta. Ég baðst svo afsökunar og svo var hlegið að þessu daginn eftir," sagði hann ennfremur um málið.

Hægt er að sjá atvikið af þessu hér fyrir neðan.


Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
Athugasemdir
banner
banner