Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. mars 2021 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Annar sigur hjá Riga - Rúnar Már tapaði
Mynd: Riga
Axel Óskar Andrésson var á sínum stað í byrjunarliði Riga FC er liðið lagði FK Liepaja í lettnesku deildinni í gær.

Axel Óskar hefur farið afar vel af stað með besta liði Lettlands og er Riga búið að vinna fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins án þess að fá mark á sig.

FK Liepaja 0 - 2 Riga FC
0-1 G. Ramos ('8)
0-2 V. Fjodorovs ('93)

Í Rúmeníu kom Rúnar Már Sigurjónsson inn af bekknum er CFR Cluj heimsótti Steaua Bucharest í risaslag.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en markvörður CFR lét reka sig af velli skömmu fyrir leikhlé.

Tíu leikmenn CFR áttu í miklum erfiðleikum í síðari hálfleik og var þeim refsað með þremur mörkum.

Rúnar spilaði síðustu 40 mínúturnar en lítið sem hann gat gert þar sem CFR átti ekki eina einustu marktilraun í síðari hálfleik.

FCSB 3 - 0 CFR Cluj
1-0 D. Olaru ('49)
2-0 F. Tanase ('63)
3-0 O. Morutan ('78)

Að lokum gerði St. Gilloise sjaldgæft jafntefli í belgísku B-deildinni er liðið heimsótti Westerlo.

Aron Sigurðarson sat sem fastast á bekknum og horfði á liðsfélaga sína gera jafntefli.

St. Gilloise er búið að vinna deildina þar sem liðið er með 18 stiga forystu eftir 24 umferðir.

Westerlo 2 - 2 St. Gilloise
1-0 K. Abrahams ('42)
1-1 S. Van Der Heyden ('67)
1-2 T. Teuma ('77)
2-2 B. Alici ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner