Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. mars 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann hefur getu í að vera í U21 landsliðshóp"
Icelandair
Valgeir á æfingu með U21 landsliðinu.
Valgeir á æfingu með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ráku einhverjir upp stór augu að sjá ekki Valgeir Valgeirsson í U21 landsliðshópnum sem fer í riðlakeppni Evrópumótsins í næstu viku.

Valgeir er 18 ára gamall og hefur verið frábær í Pepsi Max-deildinni undanfarin tvö ár. Núna er hann á láni hjá Brentford í Englandi þar sem hann hefur verið að þróa leik sinn áfram. Valgeir getur leyst margar stöður, en hann þykir bestur sem kantmaður.

Fréttamaður Fótbolta.net ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, í gær og spurði hann út í þetta mál.

„Hann hefur getu í að vera í U21 landsliðshóp, ég held að Davíð (Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari) viti það," sagði Brynjar Björn.

„Þetta er svolítið einangrað verkefni. Davíð er nýbúinn að taka við, hann tekur við hóp og liði sem hefur verið mikið saman. Það er búið að búa til lið með ákveðnum leikmönnum. Það er stærsta hugsunin held ég á bak við það. Bæði ég og Davíð vitum að hann hefur getu til að vera í þessum hóp."

„Hvort hann hefði verið í liðinu veit maður ekki. Kannski er betra að hann sé í Englandi og spili tvo, þrjá leiki þar en að hann sitji á bekknum og geri ekki neitt í tíu daga með U21 landsliðinu."

Davíð Snorri var í viðtali á Fótbolta.net á fimmtudag þegar hópurinn var tilkynntur. Þar var hann spurður sérstaklega út í Jökul Andrésson og Valgeir, sem eru 19 og 18 ára gamlir, og að gera flotta hluti. Hvorugur þeirra komst í hópinn að þessu sinni.

„Þetta eru efnilegir leikmenn og þeir komu til greina. Ég þurfti að velja þennan hóp og ég er mjög sáttur með hann," sagði Davíð Snorri.

Sjá einnig:
Virðir ákvörðun þjálfarans - „Tek þetta ekki inn á mig"
Athugasemdir
banner
banner