Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 20. mars 2021 14:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Valur vann í vítaspyrnukeppni eftir ótrúlega dramatík
Mynd: Valur
Valur 3 - 3 KR
0-1 Óskar Örn Hauksson ('45)
0-2 Guðjón Baldvinsson ('47)
0-3 Guðjón Baldvinsson ('55)
1-3 Kristinn Freyr Sigurðsson ('61)
2-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('76)
3-3 Patrick Pedersen ('80)
Rautt spjald: Hjalti Sigurðsson , KR ('80)

Valur og KR áttust við í risaslag í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í dag og úr varð hin mesta skemmtun.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill þar til Óskar Örn Hauksson skoraði glæsimark undir lokin með frábæru skoti.

Guðjón Baldvinsson tvöfaldaði forystu KR eftir hornspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og bætti svo þriðja marki KR við skömmu síðar. Leikurinn virtist vera úti.

Íslandsmeistararnir voru þó ekki á því að gefast upp og minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn rétt áður en Tryggva Hrafni Haraldssyni var skipt inn af bekknum.

Það tók Tryggva Hrafn tíu mínútur að skora og jafnaði Patrick Pedersen svo leikinn með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu. Hjalti Sigurðsson fékk beint rautt spjald fyrir brot innan teigs.

Það var mikil spenna undir lokin þar sem ellefu Valsarar komust nálægt því að krækja í sigurinn en Patrick klúðraði dauðafæri og blásið til vítaspyrnukeppni.

Þar skoruðu allir nema Emil Ásmundsson sem klúðraði fyrir KR og fer Valur því áfram í undanúrslitin.

Sjáðu textalýsinguna
Athugasemdir
banner
banner