Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. mars 2021 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Diljá skoraði sitt fyrsta mark í risasigri Häcken
Mynd: BK Häcken
Lidkopings 1 - 8 BK Hacken

Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken þegar lið hennar heimsótti Lidkopings í dag.

Häcken var með mikla yfirburði í leiknum og leiddi með fjórum mörkum í hléi. Á 60. mínútu var staðan 5-1 og á 68. mínútu kom Diljá sænsku meisturunum í 6-1, markið það fyrsta hjá Diljá sem gekk í raðir félagsins á dögunum. Häcken bætti við tveimur mörkum áður en leik lauk og 8-1 útisigur staðreynd.

Hakcen og Linkopings eru efst og jöfn mð sex stig fyrir lokaumferina í riðlakeppni bikarsins. Linkopings lagði Växjö í hinum leik riðilsins í dag og var Andrea Mist Pálsdóttir í byrjunarliði Växjö þegar Linkopings vann 1-0.

Aron Bjarnason var þá í byrjunarliði Sirius sem gerði 0-0 jafntefli gegn Sundsvall í æfingaleik.
Athugasemdir
banner