Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 11:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Daníel á klárlega framtíðina fyrir sér"
Icelandair
Mynd: Midtjylland
Daníel Freyr Kristjánsson er farinn að banka á dyrnar hjá aðalliði Midtylland. Hann er kominn í U21 landslið Íslands og er að taka hröðum framförum.

Vinstri bakvörðurinn er uppalinn hjá Stjörnunni en fór til Danmerkur sumarið 2022. Sverrir Ingi Ingason er einn af lykilmönnum Midtylland og var hann spurður út í Daníel í viðtali í gær.

„Hann hefur komið inn á æfingar hjá okkur og hefur verið að gera mjög góða hluti í unglingaliðinu. Hann hefur líka spilað með okkur í einhverjum æfingaleikjum. Hann er ungur og spennandi leikmaður sem á klárlega framtíðina fyrir sér," sagði Sverrir.

Daníel er átján ára og á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er með U20 landsliðinu og gæti spilað vináttuleik gegn Ungverjalandi í Györ í dag. Í kjölfarið fer hann svo til Tékklands og verður þar með U21 landsliðinu.
Sverrir Ingi: Tvö bestu móment mín sem fótboltamaður
Athugasemdir
banner
banner
banner