Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. febrúar 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Freyr haldið uppteknum hætti frá síðasta tímabili
Daníel Freyr Kristjánsson.
Daníel Freyr Kristjánsson.
Mynd: Midtjylland
Vinstri bakvörðurinn Daníel Freyr Kristjánsson hefur átt afar gott tímabil með unglingaliði Midtjylland. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá toppliðinu í unglingadeildinni.

Daníel, sem er 18 ára gamall, varð meistari með U19 liði Midtjylland á síðasta ári og hefur haldið uppteknum hætti á yfirstandandi tímabili.

Hann endaði stoðsendingahæstur á síðustu leiktíð og þegar þessi frétt er skrifuð er hann leiðir hann þann tölfræðiflokk í U19 deildinni í Danmörku.

Hann er með átta stoðsendingar á tímabilinu en næsti maður á listanum er með fimm stoðsendingar. Daníel hefur einnig skorað þrjú mörk í deildinni.

Daníel, sem var virkilega öflugur á Evrópumóti U19 landsliða síðasta sumar, var á dögunum orðaður við uppeldisfélag sitt Stjörnuna. Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar, sagði að Stjarnan væri að fá hann á láni en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ólíklegt að Midtjylland láni hann á þessum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner