Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mainoo: Markmiðið er að komast í hópinn fyrir EM
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Hinn 18 ára gamli Kobbie Mainoo hefur verið að gera frábæra hluti með Manchester United á tímabilinu þar sem hann er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti á miðju liðsins.

Mainoo hefur verið gríðarlega öflugur og var kallaður upp í U21 landslið Englands í fyrsta sinn á dögunum, en hann á þrettán leiki að baki fyrir U17, U18 og U19 landsliðin. Hann fær þó ekki að spila fyrir U21 landsliðið útaf því að Gareth Southgate færði hann upp í A-landsliðið fyrir spennandi æfingaleiki gegn Brasilíu og Belgíu í landsleikjahlénu.

„Ég var í sjokki þegar ég frétti þetta en himinlifandi. Þetta er búin að vera ótrúlega mikil rússíbanareið tilfinningalega séð, síðustu dagar hafa verið sturlaðir," sagði Mainoo þegar hann var spurður út í landsliðskallið.

„Markmiðið mitt fyrir tímabilið er að komast í landsliðshópinn fyrir Evrópumótið. Eina leiðin til að komast þangað er að spila vel."

Mainoo spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í nóvember og er kominn með 14 leiki undir beltið þrátt fyrir ungan aldur.

„Ég þurfti að aðlagast fljótt í úrvalsdeildinni og það var mjög erfitt en núna líður mér eins og ég sé kominn í fínan takt og ég er að njóta mín inni á vellinum. Það hefur verið ótrúlega mikið af leikjum á stuttum tíma og núna er ég hérna með Englandi, þetta hefur verið stórkostlegt tímabil fyrir mig."
Athugasemdir
banner
banner