Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Og allt í einu var hann orðinn þjálfarinn minn"
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Hann er sá besti," sagði Steven Lennon, fyrrum sóknarmaður FH, þegar hann talaði um Eið Smára Guðjohnsen í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net fyrir stuttu. Hann telur að Eiður sé besti íslenski fótboltamaður sögunnar

Lennon, sem er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, spilaði undir stjórn Eiðs Smára hjá FH og var hann mjög hrifinn af honum sem þjálfara.

„Það var frábært. Ég ólst upp í Bretlandi og besti vinur minn var mikill stuðningsmaður Chelsea. Hann gjörsamlega elskaði Eið Smára og fagnaði alltaf eins og hann þegar hann skoraði á skólalóðinni. Ég ólst upp við að horfa á Chelsea með hann í liðinu og allt í einu var hann orðinn þjálfarinn minn."

„Nærvera hans í klefanum og á hliðarlínunni gefur manni extra 15-20 prósent. Og það er fyrir mig sem er ekki Íslendingur. Ímyndaðu þér hvernig þetta er fyrir ungu íslensku leikmennina. Tímabilið endaði vel fyrir okkur."

„Hann er goðsögn og gefur þér frábær ráð. Hann er með margar sögur að segja. Hann er frábær náungi og ég tala enn mikið við hann í dag."

Eiður var virkilega gáfaður fótboltamaður og Lennon segir að Eiður sé góður í að ná því fram í þjálfuninni líka. „Ég elskaði hann og Loga saman. Heilt yfir var reynsla mín af honum sem þjálfara stórkostleg."
Steven Lennon gerir upp magnaðan feril - Skórnir upp á hillu
Athugasemdir
banner
banner
banner