Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. júní 2019 11:23
Fótbolti.net
Valsmenn litu skyndilega út eins og lélegt fallbaráttulið
Tobias Thomsen, sóknarmaður KR, í baráttunni í
Tobias Thomsen, sóknarmaður KR, í baráttunni í
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Eftir að Valur komst í 2-0 brotnaði liðið eins og lélegt fallbaráttulið. Eins og þeir trúðu ekki að þeir gætu verið í þessari stöðu á KR-vellinum. Þeir voru ævintýralega slakir á þessum kafla frá 0-2 yfir í 3-2 fyrir KR," sagði Elvar Geir Magnússon í nýjasta Innkastinu.

KR vann 3-2 sigur gegn Val í Pepsi Max-deildinni í stórskemmtilegum fótboltaleik í gærkvöldi. Valsmenn komust tveimur mörkum yfir í leiknum en á einu augabragði hrundi spilamennskan eins spilaborg.

SMELLTU HÉR til að hlusta á Innkastið

„Fram að 2-0 voru þeir bara Valur og allt svínvirkaði. Annað markið var alveg frábært. Það er langt síðan að gamla og góða klisjan um mikilvægi þriðja marksins hefur átt eins vel við. Valsmenn breytast allt í einu í fallbaráttulið. Þeir fengu á sig eitt mark og hættu bara að spila fótbolta, Valsmenn hættu að þora að gefa sendingar," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hedlund voru frábærir í fyrri hálfleik. Þeir voru ógeðslega góðir. Svo gátu þeir ekki varist Tobias Thomsen til að bjarga lífi sínu í seinni hálfleik."

Spurningamerki sett við skiptinguna
Skipting Valsmanna á 55. mínútu, í stöðunni 0-2, vakti mikla athygli. Sigurður Egill Lárusson fór þá út fyrir Ívar Örn Jónsson en eftir leik var sagt að Sigurður Egill hefði verið meiddir.

„Nú sat ég Valsmegin í stúkunni og menn voru mjög ósáttir við að Ívar (Örn Jónsson) kæmi inn (fyrir Sigurð Egil Lárusson). Binni bolti (Birnir Snær Ingason) og Kaj Leo í Bartalsstovu voru á bekknum," segir Elvar og Gunnar Birgisson bætti við:

„Ég hélt að þeir ætluðu að þétta en það var svo ekki málið. Ívar fékk eins mikið frjálsræði til að fara fram á við eins og hann vildi. Ívar er með frábæran fót og átti nokkra krossa en Valsmenn voru hættir að sækja á þessum tímapunkti. Ég hélt að ef Ívar ætti að komast inn í Valsliðið væri það fyrir Bjarna Ólaf Eiríksson en ekki Sigurð Egil!"

„Leikmenn eins og Kaj Leo og Birnir Snær hljóta að klóra sér í hausnum og velta því fyrir sér hvað gekk eiginlega á í þessari skiptingu," segir Gunnar.


Athugasemdir
banner
banner