Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. október 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Arsenal mætir PSV
Marco van Ginkel og Cody Gakpo eru samherjar hjá PSV.
Marco van Ginkel og Cody Gakpo eru samherjar hjá PSV.
Mynd: EPA

Arsenal tekur á móti PSV Eindhoven í eina leik dagsins í Evrópudeildinni.


Fresta þurfti upprunalegu viðureign liðanna vegna jarðarfarar Elísabetar drottningar sem lést í september.

Mikið umstang var í kringum jarðarförina í London og ekki hefði verið hægt að tryggja öryggi almennings ef leikurinn hefði einnig farið fram.

Arsenal hefur farið vel af stað í riðlakeppninni og er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. PSV er með sjö stig eftir jafntefli við Bodö/Glimt í fyrstu umferð.

Það verður áhugavert að fylgjast með hinum eftirsótta Cody Gakpo, sem Manchester United, Leeds og Southampton reyndu öll að kaupa í sumar, þegar hann mætir á Emirates leikvanginn í dag.

Leikur dagsins:
17:00 Arsenal - PSV Eindhoven


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner