Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. mars 2024 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Áhyggjuefni fyrir Arsenal - Saka dregur sig úr enska landsliðinu
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: EPA
Vængmaðurinn Bukayo Saka hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla en þetta kemur fram í tilkynningu enska fótboltasambandsins.

Saka, sem hefur verið einn besti maður Arsenal á tímabilinu, var að glíma við meiðsli er hann kom til móts við hópinn og hefur ekkert getað æft en hann ákvað í samráði við teymi landsliðsins að hann myndi snúa aftur til Arsenal í endurhæfingu.

„Bukayo Saka hefur yfirgefið enska landsliðshópinn og snúið aftur til félagsins þar sem hann mun halda áfram í endurhæfingu. Arsenal-maðurinn mætti á St. George's Park meiddur og hefur ekkert getað tekið þátt í æfingum. Ekki er gert ráð fyrir frekari breytingum á 25-manna landsliðshópi Englands, sem heldur áfram að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Brasilíu og Belgíu,“ segir í yfirlýsingunni.

Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir Arsenal, sem er sem stendur á toppnum, þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni.

Saka hefur komið að 21 marki í deildinni og kemur vel til greina sem leikmaður ársins þetta tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner