Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 22:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert afrekaði það sem enginn hefur afrekað áður
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkharður Jónsson heitinn og Valtýr Björn Valtýsson. Ríkharður varð fyrstur til að skora þrennu í landsleik.
Ríkharður Jónsson heitinn og Valtýr Björn Valtýsson. Ríkharður varð fyrstur til að skora þrennu í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld þegar hann skoraði þrennu í mögnuðum sigri Íslands gegn Ísrael.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir 4-1 sigur í kvöld.

Albert var stórkostlegur og gerði þrennu. Fyrsta markið kom beint úr aukaspyrnu og skoraði hann lagleg mörk til að ganga frá Ísrael seint í leiknum.

Hann er núna fyrsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins til að skora oftar en einu sinni þrjú eða fleiri mörk í sama landsleiknum. Albert hefur gert það tvisvar.

Albert, sem hefur verið með betri leikmönnum ítölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu, gerði sína fyrri þrennu í vináttulandsleik gegn Indónesíu árið 2018. Í kvöld kom svo þrenna númer tvö.

Leikmenn sem hafa gert þrennu fyrir Ísland:
1951 - Ríkharður Jónsson gegn Svíþjóð (4 mörk)
1975 - Teitur Þórðarson gegn Færeyjum
1985 - Ragnar Margeirsson gegn Færeyjum
1991 - Arnór Guðjohnsen gegn Tyrklandi (4 mörk)
1994 - Þorvaldur Örlygsson gegn Eistlandi
1996 - Bjarki Gunnlaugsson gegn Eistlandi
2000 - Helgi Sigurðsson gegn Möltu
2001 - Tryggvi Guðmundsson gegn Indlandi
2013 - Jóhann Berg Guðmundsson gegn Sviss
2018 - Albert Guðmundsson gegn Indónesíu
2023 - Aron Einar Gunnarsson gegn Liechtenstein
2024 - Albert Guðmundsson gegn Ísrael

Uppfært 11:13, 22. mars: Fyrst fram kom að Ríkharður Jónsson hefði gert tvær fernur fyrir Ísland en það er ekki rétt. Hann skoraði einu sinni meira en þrjú mörk í landsleik. Albert er því sá fyrsti sem skorar tvisvar þrennu í landsleik.
Athugasemdir
banner
banner