Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 21:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Íslands: Magnaður Albert og Ísland í úrslit
Icelandair
Aaaalbert! Frábær frammistaða.
Aaaalbert! Frábær frammistaða.
Mynd: Getty Images
Geggjað slútt hjá Arnóri.
Geggjað slútt hjá Arnóri.
Mynd: Getty Images
Daníel óx ásmegin í leiknum.
Daníel óx ásmegin í leiknum.
Mynd: Getty Images
Willum fór af velli í hálfleik.
Willum fór af velli í hálfleik.
Mynd: Getty Images
Þrenna!
Þrenna!
Mynd: Getty Images
Ísland er komið í úrslit umspilsins um sæti á EM í Þýskalandi! Það varð ljóst eftir 1-4 sigur á Ísrael í Búdapest í kvöld.

Úrslitaleikurinn verður gegn Úkraínu í Wroclaw í Póllandi á þriðjudag.

Uppfært 13:30 á föstudag: Boltinn fór ekki í hönd Jóns Dags í seinni vítaspyrnudómnum eins og fyrst var sagt frá. Hann hækkar upp í 7 í einkunn.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Einkunnir Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson - 8
Öruggur með boltann í löppunum og fyrir utan einn bolta sem hann missti var hann mjög traustur heilt yfir. Hann slapp í það skiptið. Varði í seinni hálfleiknum virkilega vel frá Khalaili. Náði mögulega að taka Zahavi úr jafnvægi í seinna vítinu, fær kredit fyrir það. Varði svo í uppbótartíma til að halda Ísrael í einu marki.

Guðlaugur Victor Pálsson - 6
Mjög traustur til baka en virtist ekki vilja fá boltann í leiknum, enda kannski átti hann ekki miið að fá boltann.

Sverrir Ingi Ingason - 8
Frábær varnarlega, stýrði liðsfélögunum og skipaði fyrir. Hann var líka mikilvægur á hinum endanum, gerði virkilega vel að ná til boltans í hornspyrnu Alberts sem endaði með því að Arnór Ingvi kom Íslandi yfir. Sverrir fékk gott skallafæri í seinni hálfleik en hitti ekki markið.

Daníel Leó Grétarsson - 4
Maður hugsaði af hverju Daníel væri í byrjunarliðinu eftir fínan leik hjá Hirti síðast. Þjálfararnir vildu greinilega nýta vinstri löppina hjá Daníel og hann er líka í meiri leikæfingu. Hann virtist hins vegar mjög stressaður og bar sig mjög klaufalega bæði í aðragandanum og svo þegar hann braut af sér inn á eigin vítteig. Daníel óx ásmegin þegar leið á en þjálfararnir þurfa að meta hvort hann sé rétti kosturinn fyrir úrslitaleikinn.

Guðmundur Þórarinsson - 6
Stóð fyrir sínu eins og alltaf, engin mistök og spyrnufóturinn kom sér stundum vel þegar leita þurfti yfir næstu menn og reyna búa eitthvað til. Gummi fær á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar skot Ísraela fer í hendi Gumma í varnarveggnum. Sem betur fer klikkaði vítið. Tveir leikir í byrjunarliðinu í röð.

Willum Þór Willumsson - 5 ('45)
Átti ekkert frábæran fyrri hálfleik, hefur oft nýst bestur sem hávaxinn og sterkur leikmaður úti á kantin en samherjarnir voru kannski ekki að hitta nægilega vel á hann og var greinilegt að það átti meira að sækja upp vinstra megin í fyrri hálfleiknum.

Arnór Ingvi Traustason ('62) - 8
Lappirnar búnar eftir klukkutíma og maður hefur áhyggjur af því að hann geti ekki spilað mikið eftir tæpa viku. Góð varnarvinna en fékk boltann ekki oft í uppspilinu. Virkilega vel staðsettur í hornspyrnunni og náði til lausa boltans eftir skalla Sverris og kláraði með föstu skoti, alls ekki auðvelt slútt - frábærlega klárað.

Hákon Arnar Haraldsson - 7
Óx ásmegin í leiknum eftir hikandi byrjun og smá bras. Endalaus hlaupageta og mótorinn í Hákoni er liðinu svo mikilvægur. Kom inn á miðjuna í dag og spilaði virkilega vel.

Arnór Sigurðsson - 7 ('77)
Fínasta frammistaða framan af leik, var öruggur með boltann og ógnandi. Hraðabreyting veldur því að leikmaður Ísraels neglir hann niður í seinni hálfleiknum og fær rautt spjald fyrir. Heilt yfir mjög fínn leikur hjá Arnóri.

Albert Guðmundsson - 10
Mætti í landsliðið aftur með stæl! Þvílík frammistaða! Var á köflum að spila einhvern annan leik en menn í kringum hann, kominn lengra í fótboltahugsun og skilning á því sem var að gerast. Frábær aukaspyrna sem jafnar leikinn, minnti smá á Gylfa Sig í Albaníu sú spyrna, mikilvægið mikið. Góðar hornspyrnur og kom svo Íslandi tveimur mörkum yfir og fór með því langt með að tryggja sigur. Hann kórónaði frammistöðu sína þegar hann innsiglaði sigur Íslands með þriðja marki sínu þegar hann fylgdi á eftir skoti Jóns Dags.

Orri Steinn Óskarsson ('62) - 6
Hljóp eins og hann gat þann klukkutíma sem hann spilaði. Hann var kostur fyrir leikmenn til að finn í lappir og náði að hjálpa til í uppspilinu. Fékk dauðafæri eftir skot frá Arnóri Sig en hitti ekki markið sem var klaufalegt.

Varamenn:

('46) Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Kom inn með djöfulgang og náði aðeins að bögga andstæðingana eins og hann er svo góður í. Vann vel til baka þegar þurfti til. Jón Dagur átti svo skotið sem Albert fylgdi á eftir í fjórða marki Íslands.

('62) Ísak Bergmann Jóhannesson - 7
Kom inn með það sem þurfti, ferskar lappir inn á miðjuna og hjálpaði til við að sigla sigrinum heim.

('62)Andri Lucas Guðjohnsen - 7
Virkilega góð innkoma hjá Andra, tengdi vel við liðsfélagana og var ógnandi. Komst í meiri tengingar við samherjana heldur en Orri, Ísraelarnir kannski orðnir þreyttari og Andri gerði vel.

('77) Mikael Anderson - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Takk fyrir markið í Albaníu samt.
Athugasemdir
banner
banner
banner