Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bolasie skrifar undir í Brasilíu (Staðfest)
Bolasie og Gylfi Þór Sigurðsson spiluðu saman hjá Everton.
Bolasie og Gylfi Þór Sigurðsson spiluðu saman hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Yannie Bolasie hefur fengið félagaskipti yfir til Criciúma í Brasilíu á frjálsri sölu.

Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 34 ára gamli Bolasie spilar fótbolta utan Evrópu.

Circiúma eru nýliðar í efstu deild í Brasilíu og verður fróðlegt að sjá hvernig Bolasie tekst að fóta sig vestanhafs.

Bolasie hefur meðal annars leikið fyrir Crystal Palace, Everton, Aston Villa og Sporting CP á ferlinum, auk þess að eiga 50 landsleiki að baki fyrir Austur-Kongó.

Bolasie samdi við Swansea City utan félagsskiptaglugga í lok nóvember og kom við sögu í tólf leikjum eftir það án þess að skora eða leggja upp mark. Hann rifti samningnum við Svanina aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa gengið til liðs við félagið og er hann núna búinn að finna sér nýtt félag.
Athugasemdir
banner
banner