Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kom aldrei upp í hugann að spila fyrir annað landslið
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: EPA
Anthony Gordon, kantmaður Newcastle, er núna í enska landsliðshópnum í fyrsta sinn.

Á síðustu vikum voru háværar sögusagnir um að hann væri orðinn óþolinmóður að bíða eftir því að vera valinn í enska landsliðshópinn og myndi frekar spila fyrir Skotland.

Afi hans og amma eru frá Skotlandi en hann segist aldrei hafa íhugað það að spila fyrir Skota.

„Það kom aldrei upp í hugann á mér. Ég hef hugsað um að spila fyrir England frá því ég var fimm eða sex ára gamall, og ekkert hefði getað breytt því fyrir mig," segir Gordon.

Hann spilar mögulega sinn fyrsta landsleik á laugardag þegar England mætir Brasilíu í vináttulandsleik. Gordon hefur átt mjög flott tímabil með Newcastle en hann hefur skorað tíu mörk og átt sjö stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner